Karfan er tóm.
Unglingahópur
Unglingahópur SKB hittist reglulega, ýmist í félags-aðstöðu SKB í Hlíðasmára eða úti í bæ, eftir því hvað er á dagskrá hverju sinni. Hópurinn fer t.d. í bíó eða keilu, hittist í Hlíðasmára og pantar eða útbýr pizzur, fær til sín gesti í gott spjall, fer í skíðaferðir, skoðunarferðir og óvissuferðir, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem hittast í unglingahópnum eru fyrst og fremst krakkar sem hafa greinst með krabbamein og eru á aldrinum 13-18 ára.
Systkini þeirra á sama aldri hafa líka verið velkomin að taka þátt í starfi hópsins.
Hópurinn er með Facebook-síðu: USK – Unglingahópur SKB.