Karfan er tóm.
Mömmuhópur
Mömmuhópur SKB hefur starfað um árabil og þar hafa mömmur barna sem eru í eða eru búin í krabba-meinsmeðferð hist og deilt reynslu sinni og haft stuðning hver af annarri. Hópurinn hittist fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði í Hlíðasmára, fær sér eitthvert góðgæti og spjallar um allt á milli himins og jarðar, bæði það sem tengist meðferð og fylgikvillum, og það sem gerir það ekki. Oft er mikið hlegið og lengi setið. Umsjón með hittingunum í Hlíðasmára hafa Louisa Sif Mönster, Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Mömmuhópur SKB.
Mömmur nýgreindra barna í SKB hittast líka einu sinni í mánuði. Louisa Sif Mönster iðjuþjálfi og félagsmaður leiðir umræðurnar í hópnum. Þar geta mömmur rætt líðan sína í trúnaði við hver við aðra, undir leiðsögn.
Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Nýjar mömmur í SKB.